Áföll

Áföll eru átakanleg eða truflandi lífsreynsla sem getur haft langvarandi áhrif á andlega og tilfinningalega líðan einstaklings. Áföll geta stafað af ýmsum atburðum eins og til dæmis líkamlegu eða andlegu ofbeldi, bílslysi eða náttúruhamförum og geta leitt til einkenna eins og kvíða, þunglyndis og áfallastreituröskunar (PTSD).

Einkenni áfallastreituröskunar eru til dæmis endurteknar martraðir um atburðinn, forðun frá hlutum sem minna mann á atburðinn, tilfinningalegur dofi, kvíði, pirringur og óvelkomnar hugsanir og minningar. Þessi einkenni geta truflað getu manns til að lifa eðlilegu lífi.


Áföll og þroskahömlun

Einkenni áfallastreituröskunar geta birst á annan hátt hjá fólki með þroskahömlun. Fólk með þroskahömlun geta átt erfitt með að tjá hugsanir sínar og tilfinningar og getur þar að leiðandi verið erfiðara að segja frá atburðum, reynslu og einkennum. Fólk með þroskahömlun gæti líka átt erfiðara með að skilja og takast á við áfallið, sem getur leitt til alvarlegri og langvarandi einkenna.

Dæmi um birtingu einkenna hjá fólki með þroskahömlun:
  • Erfiðara með að lýsa atburði eða muna öll smáatriði
  • Erfitt með að greina og tjá tilfinningar sem tengjast áfallinu
  • Endurtekin hegðun (eða rituals) til að takast á við áfallið
  • Erfiðleikar með svefn/martraðir
  • Pirringur eða óæskileg hegðun
  • Vandræði með athygli og einbeitingu, sem getur haft áhrif á getu til að læra nýjar upplýsingar

Mikilvægt er að hafa í huga að fólk með þroskahömlun gæti verið með sérstakar þarfir þegar kemur að mati og meðhöndlun á áfallastreituröskun og gætu þau þurft sérhæft inngrip þar sem tekið er tillit til vitrænnar getu.

Í þokkabót benda rannsóknir til þess að fólk með þroskahömlun gætu verið í meiri hættu á því að lenda í áföllum ásamt því að vera líklegri til að þróa með sér áfallastreituröskun.