Einhverfa

Einhverfa er taugaþroskaröskun sem kemur yfirleitt fram fyrir þriggja ára aldur og birtist í skynjun á okkur sjálfum og veröldinni, samskiptum og tengslamyndun við fólk og umhverfi.

Einhverfa er meðfædd og er til staðar alla ævi en kemur fram með ólíkum hætti eftir aldri okkar, þroska og færni. Vegna þess hve margbreytileg einhverfan er, er oft talað um einhverfuróf.

Þó allir með einhverfu séu mismunandi þá hefur hún áhrif á ýmislegt eins og hegðun, skynjun, tjáningu, félagsleg tengsl og samskipti við aðra.

Skynjun og stimm

Einstaklingar með einhverfu eiga oft erfitt með að vinna úr skynáreitum. Þannig geta sum áreiti sem trufla okkur ekki, verið mjög óþægileg fyrir fólk með einhverfu. Dæmi um óþægileg áreiti er hávæði eða læti, óþægileg ljós, bragð eða áferð á mat, snerting frá öðrum og fleira.

Mörgum með einhverfu finnst gott að stimma þar sem það getur róað taugakerfið niður. Stimm eru allskonar kækir eða hreyfingar eins og handahreyfingar, gefa frá sér hljóð, vagga sér, snúa sér í hringi eða fikta. Það er allt í lagi að stimma á meðan það er ekki að hamla einstaklingnum í athöfnum daglegs lífs.

Bráðnun

Bráðnun (oft talað um reiðikast eða bræðikast) er hegðun sem gerist þegar fólk nær ekki að róa sig niður og þessi hegðun er ekki viljandi.

Óvissa og breytingar

Mörgum með einhverfu finnst erfitt að breyta til eða vita ekki hvert planið er.

Samskipti og félagsleg tengsl

Fólk með einhverfu á oft erfitt í félagslegum samskiptum. Þeim getur fundist erfitt að:

  • Átta sig á þegar fólk segir eitt og meinar annað
  • Að skilja svip og tón í röddinni
  • Átta sig á því hvernig öðrum líður
  • Að skilja kaldhæðni