Námskeið
Boðið er upp á námskeið þar sem farið er yfir þroskahömlun og geðrænar áskoranir. Boðið er upp á námskeið bæði fyrir einstaklinga með þroskahömlun og fyrir fagfólk og aðstandendur
Fyrir fólk með þroskahömlun
Við bjóðum upp á skemmtilegt námskeið fyrir fólk með þroskahömlun um geðheilsu og vellíðan þar sem talað verður um tilfinningar, stress og leiðir til að líða betur.
Farið verður í geðheilsu, að þekkja tilfinningar, núvitund og slökun og bjargráð og streitustjórnun.
Námskeiðið er haldið á vegum Fjölmenntar. Næsta námskeið byrjar 29. apríl og verður haldið á mánudögum klukkan 16:30-18:30. Sjá meira: https://www.fjolmennt.is/is/namskeid/nanar/gedheilsa-og-leidir-til-betra-lifs
Fyrir fagfólk og aðstandendur
Við bjóðum upp á námskeið fyrir fagfólk og aðstandendur þar sem áhersla er lögð á að auka skilning á þroskahömlun og geðrænum áskorunum á borð við þunglyndi, kvíða og áfallastreitu, ásamt því að auka innsýn inn í áskoranir sem einstaklingar standa frammi fyrir og fara yfir árangursríkar stuðningsaðferðir.
Námskeiðið er hugsað fyrir kennara, þroskaþjálfa, heilbrigðisstarfsfólk, félagsráðgjafa, foreldra og umönnunaraðila og þá sem hafa áhuga á að læra meira um þroskahömlun og geðrænar áskoranir.
Næsta námskeið verður haldið 14. maí klukkan 10:00-13:00 á 4. hæð á Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík.
Fyrir frekari upplýsingar um námskeið eða fræðslu hafið samband í gegnum bjorkinsal@bjorkinsal.is
