Þroskahömlun
Þroskahömlun einkennist fyrst og fremst í frávikum í vitsmunaþroska og aðlögunarfærni. Þroskahömlun getur verið mis mikil og er skipt í flokka eftir greindarvísitölu.
Algengi þroskahömlunar er um 1-2%, lang stærsti hópurinn er með væga þroskahömlun.
Orsakir geta verið af ýmsum toga. Í meirihluta tilfella er ekki hægt að finna orsök en oft er um líffræðilegan vanda að ræða og stundum getur þroskahömlun verið afleiðing áfalla eins og sjúkdóma eða slysa.
Fylgiraskanir
Rannsóknir hafa sýnt að geð- og hegðunarraskanir eru næstum fimm sinnum algengari hjá einstaklingum með þroskahömlun. Algengustu raskanirnar eru ofvirkniröskun, hegðunarerfiðleikar, kvíðaraskanir og þunglyndi.
Einstaklingar með þroskahömlun gætu átt erfiðara en aðrir með suma hluti. Þessum hlutum má skipta í 2 flokka:
Verkefni sem þarf að hugsa mikið í. Dæmi um það eru:
- Lausnaleið
- Skipulag
- Að skilja og nota orð
- Bóklegt nám
- Að læra af reynslu
Verkefni daglegs lífs. Dæmi um það eru:
- Félagsleg samskipti
- Sjálfsmat
- Nám og vinna
- Sjálfstætt heimilislíf
- Að nota samgöngur
