
Íris Björk Indriðadóttir
Íris útskrifaðist sem klínískur sálfræðingur árið 2021 frá Háskólanum í Reykjavík. Eftir útskrift fór hún að vinna í geðheilsuteymi taugaþroskaraskana á vegum Heilsugæslunnar fyrir fólk með þroskahömlun og/eða hamlandi einhverfu.
Árið 2023 flutti Íris til London þar sem hún hefur verið að vinna í sambærilegu geðheilsuteymi fyrir fólk með þroskahömlun.
Íris hefur verið að vinna með fólki með þroskaraskanir og aðrar skyldar raskanir í 10 ár og hefur því góða reynslu í því að vinna með þessum hópi.
Í viðtölum styðst Íris við gagnreyndar aðferðir í meðferð og notast helst við Hugræna atferlismeðferð og Atferlisvirkjun.
Þar sem hún býr erlendis býður hún einungis upp á fjarviðtöl eins og staðan er núna. Fyrir frekari upplýsingar eða til að bóka viðtal hafið samband í gegnum netfangið iris@bjorkinsal.is

Guðrún Ólafsdóttir
Guðrún útskrifaðist sem klínískur sálfræðingur árið 2014 frá Háskóla Íslands. Hún starfaði fyrst sem sálfræðingur á Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar og síðan sem ráðgjafi í Fardeild í grunnskólum í Grafarvogi. Þar eftir hóf hún störf á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins sem sálfræðingur á Yngri barna sviði.
Árið 2021 hóf hún störf í Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana á vegum Heilsugæslunnar fyrir fólk með þroskahömlun og/eða hamlandi einhverfu ásamt því að veita viðtöl á stofu.
Síðan árið 2023 hefur Guðrún verið að starfa sjálfstætt á stofu þar sem hún hefur helst verið að veita meðferð fyrir börn og ungmenni með taugaþroskavanda.
Í viðtölum styðst Guðrún við gagnreyndar aðferðir í meðferð og notast helst við Hugræna atferlismeðferð og EMDR áfallameðferð.
Fyrir frekari upplýsingar eða til að bóka viðtal hafið samband í gegnum netfangið gudrun@bjorkinsal.is